Þetta verður sennilega brandari nýa ársins.

Að það hafi tínst 25 milljarðar, já já sennilegt eða hitt þó heldur man eftir að ég borgaði einhverntíma upp bankalán " það var á dögum góðæris " jæja allavega nokkrum dögum eftir þetta þá fékk ég bréf frá bankanum þess efnis að það hafi vantað 480 krónur uppá uppgreiðslu lánsins, þannig að 25 milljarðar tíndir ja sei sei .
mbl.is 25 milljarða króna greiðsla týnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Glitnir týndi bundnum sparireikningi dóttur minnar ásamt vöxtum og verðbótum í heilan sólarhring nokkrum dögum fyrir þjóðnýtinguna. Þessir 25 milljarðar hljóta að koma í leitirnar þegar búið er að nota þá í smástund til að fegra eitthvað bókhald, einhversstaðar... Ég hef alltént ekki fengið fullnægjandi skýringu á því hvar peningarnir voru niðurkomin, þennan sólarhring sem þeirra var saknað.

Á maður að vorkenna þessum olíufursta eða hvað er eiginlega málið, hver týnir 25 milljörðum? Það er ekki upphæð sem maður fer í fangelsi út af heldur eitthvað miklu, miklu verra! Misstu Kaupþingsmenn kannski peningana í gosbrunninn í höfðstöðvunum og þora ekki að segja Dabba frá? Eða var þetta borgað með ávísun sem reyndist síðan (skiljanlega) innistæðulaus eftir að kaupandinn heyrði fréttirnar af bankahruninu? Margar kenningar spretta fram en þetta er samt bara absúrd hvernig sem á það er litið.

Upplifun hins almenna borgara á Íslandi í dag er farin að minna óþægilega mikið á tilhugsunina að vera fastur í aukahlutverki í einu af tormeltari verkum kvikmyndagerðarmannsins David Lynch. Eftir þennan vetur á ég líka þokkalega eftir að treysta mér til að horfa aftur á Naked Lunch eða jafnvel eðalræmuna Even Dwarfs Started Small eftir Werner Herzog ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband