Færsluflokkur: Dægurmál

Aumingja Naomi.

Það er ekkert skrítið að hún sé alltaf pirruð blessunin, hún er alltaf svöng. Megrun megrun og aftur megrun hjá þessum fyrirsætum eðlilegt að þær verði svolítið pirraðar, gefa Naomi bara að borða og málið er leyst.
mbl.is Naomi Campbell laus gegn tryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlíf gefur hraustlegt og gott útlit.

Það er margsannað mál að kynlíf er góð og skemmtileg hreyfing, t.d ef karlmaður er með ístru þá er kynlíf og mikið af því rétta leiðin, en það skiptir að sjálfsögðu máli hvernig karlinn ber sig að við þetta, það þíðir ekkert að liggja á bakinu og hafa það gott nei nei gamla góða trúboðastellingin og ekkert kjaftæði og viti menn ístran hverfur eftir 2 til 3 mán. Það skal tekið fram að ég hef aldrei verið með ístru 7-9-13 en þetta eru bara upplísingar sem karlmenn ættu að hafa í huga.


mbl.is Úthald ekki lykillinn að góðu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef grun .

Hef grun um að  þessi mótmæli eigi eftir að enda með stórum hvell, og ekki yrði ég hissa á því, fólk er orðið langþreytt á þessu bulli í okkar ríkisstjórn. Hvað á eiginlega að skipa margar nefndir í sambandi við oliuverðið áður en eitthvað verður gert?
mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski aprílgabb?

Ef ekki þá væri ég meira en til í að eiga nokkur vel valin orð við þennan mann og heilsa honum og kveðja að íslenskum sjómannasið eins og einhver sagði og er ég  þess fullviss að margir hér á Íslandi myndu vilja flýta þessari minningarathöfn sem hann talar um í greininni. 
mbl.is Vildi gera Ís-land gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægður með Íslendinga

Loksins eitthvað að gerast hjá okkur mótmæli og aftur mótmæli gegn allt of háu oliuverði, verður spennandi að sjá hvaða árangri þetta nær.
mbl.is Bílstjórar lokuðu hringvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dropinn dýri.

Um fátt annað er talað í okkar þjóðfélagi í dag en yfirvofandi kreppu og alltof dýrt bensín. Já eldsneytið tökum það aðeins fyrir.Við megum ekki skella allri skuldini á oliufélögin, þó að þau séu alls ekki saklaus því fer fjarri, en ríkið af hverju í andsk. gera þeir ekkert í þessu, t.d að umbuna fólki sem kaupir dísilbíla því mikið var talað um mengun í fyrra og það er margsannað að dísel bílar menga töluvert minna en bensínbílar og í mörgum tilfellum eyða minna, nei það gengur ekki hugsa þeir við græðum ekki nóg á því við megum alls ekki niðurgreiða tolla af mengunar minni bílum eða þetta dettur mér í hug að þeir hugsi, því þetta er svo augljóst, en ok nóg um það. En ég spyr þarf ríkið að taka 48 prósent af hverjum lítra af eldsneyti, æi held ekki þeir hljóta að geta gert eitthvað, hvað um þessa nefnd sem var stofnuð til að gera eitthvað í þessu? hum veit ekki.

Það er líka alvarlegt.

Mjög alvarlegt hvað olian er orðin dýr, en hvað er hægt að gera? vöruflutningabílstjórar gripu hreinlega til örþrifaráða. Sjálfsagt hefðu þeir getað skipulagt þessi mótmæli í ártúnsbrekku betur, eins og að gera ráð fyrir sjúkra og slökkviliðsbílum, en fólk er orðið ákaflega langþreitt á þessu ofur dýra bensini og oliu, kannski erum við að borga sektina frægu sem oliufélögin fengu á sig um árið? veit ekki en allavega stið ég svona mótmæli heilshugar eins og gert var í dag.
mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðakstur?

Það er dálítið einkennilegt að ef að það verður mótorhjólaslys þá er mjög oft hraðakstri kennt um, ég er búinn að eiga og keyra mótorhjól í mörg ár og alltof oft kemur þessi umræða upp, slys orsök hraðakstur. En við skulum ekki dæma of snemma eða of harkalega, stundum þurfum við einfaldlega að líta okkur nær.
mbl.is Alvarlegt umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Binni

Hvað er eiginlega málið með hann Binna? af hverju er ekki löngu búið að ná þessum manni? upphæðin sem var sett honum til höfuðs er svo há að það er skrítið að hálf heimsbyggðin skuli ekki vera að leita að honum.
mbl.is Bin Laden hótar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pottþétt

Að oliverð lækkar ekki  þetta er alveg magnað með þessi oliufélög.


mbl.is Olíuverð á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband