22.3.2008 | 16:02
Hraðakstur?
Það er dálítið einkennilegt að ef að það verður mótorhjólaslys þá er mjög oft hraðakstri kennt um, ég er búinn að eiga og keyra mótorhjól í mörg ár og alltof oft kemur þessi umræða upp, slys orsök hraðakstur. En við skulum ekki dæma of snemma eða of harkalega, stundum þurfum við einfaldlega að líta okkur nær.
![]() |
Alvarlegt umferðarslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér!
Það er ekkert sem gefur það til kynna í fréttinni að um hraðakstur hafi verið að ræða..þetta er alveg með ólíkindum....
Addý (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:54
Sammála. Mjög oft fara bæði almenningur, lögregla og blaðamenn að tala um orsakir, eða hvers vegna ekki fór illa eða ekki verr, án þess að málsatvikum eru þekkt að neinu ráði, og kannski án þess að nægileg kunnátta sé beitt.
Oft er lítið vitað vegna þess að ekki sé búið að rannsaka málið, eða vegna einkenni slyssins og vegna þess að vitni hafa ekki verið eða ekki gefið sér fram. Og reyndar skilst manni að stundum eru upplýsingar ekki gefnar út vegna tillitssemi við fórnarlömb og jafnvel gerendur.
En fyrst sagt er frá þessu, ættu fjölmiðlar að fylgja málunum eftir, seinna meir. Það er mjög sjaldan sem það gerist. Kannski mætti biða með að segja frá sum slys þangað til meira er vitað ?
Þegar gangandi eða hjólandi eiga í hlut er umfjöllunin ansi oft skakkur og ábyrgð þeirra á eigið öryggi magnað upp þannig að ábyrgð bílstjóra vart sjáist í umfjöllunina. Seinna þegar málið hefur verið rannsakað kemur kannski í ljós refsivert gáleysi af hálfu ökumanns, en það kemur ekki fram í fjölmiðlum.
Svo er allt of lítið gert af því að reyna að læra af slysunum, að mér finnst. þegar skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa eru kynntar fer lítið fyrir því að fjölmiðlar kynna efnið ítarlega.
Erlendis hafa fjölmiðlar fjallað um valin slys nokkra mánuði eða ár eftir slysunum. Talað við bæði fórnarlömb og geranda. Þetta skilst manni að hafi ágætis forvarnargildi.
Morten Lange, 23.3.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.