6.4.2008 | 07:52
Vaknaði í morgunn klár og hress.
Já ég gerði það vaknaði í morgunn klár og hress, sjáið þið veðrið úti? Var reyndar að vinna í gær ætlaði að sofa út í morgunn en nei nei vaknaði um 7 við það að Tómas kötturinn á heimilinu hlúnkaðist inn um gluggann og bauð mér góðan daginn með hressilegu mjálmi, ég var svo sem ekkert að erfa þetta við hann þegar ég sá veðrið úti, ég spurði hann hvar í andsk. hann hafi verið í alla nótt hann svaraði með öðru hressilegu mjálmi, ég skipaði honum að fara að stunda AA fundi þetta gengi ekki með hann( ég er enn að tala um köttinn) hann tók dræmt í það blessaður kellinn. Erfðaprinsinn sonurinn(17ára) sefur enn að sjálfsögðu reyndar er hann búinn að vera heima síðustu tvær helgar klöppum fyrir honum. Ég ætla að gera þetta að góðum degi, að sjálfsögðu er það allt undir mér komið byrja á að horfa á formúluna og síðan út að HJÓLA, ekki misskilja hjóla á mótorhjóli ekki þar fyrir að reiðhjólin eru fín líka fyrir hreyfinguna hitt er bara miklu miklu skemmtilegra eða það finnst mér allavega. Hafið góðan dag.
Athugasemdir
Eigðu góðan dag og vonandi fær kötturinn andlega vakningu sem fyrst
Helga Dóra, 6.4.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.