3.6.2008 | 17:29
Er nauðsynlegt að drepa þá?
Fékk hroll þegar ég sá myndskeiðið þegar björninn var felldur, það efast enginn um það að ísbirnir eru hættulegir en það kom fram í frétt að deyfilyf eru til og fyrst þeir gátu komist nógu nálægt honum til að drepa hann með rifflum þá hefðu þeir alveg eins getað svæft hann með því að skjóta í hann deyfingu og síðan flutt hann til með þyrlu það er öðru eins eytt í allt mögulegt.
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var talin vera öruggasta ákvörðunin, næsta deyfibyssa var á Eigilstöðum og hefði tekið um klukkutíma að koma henni á staðinn (að minnsta kosti) og talið var að björninn hefði getað verið hættulegur...það má nú samt deila um hvort að ákvörðunin hafi verið rétt...dýralæknir sagði að lítið mál hefði verið að koma fyrir gildru og planda svefnlyfjum í mat
Árni Þór Eiríksson, 3.6.2008 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.