7.8.2008 | 13:26
Hækka hámarkshraðann.
Ekki ljúga myndavélarnar, þetta sýnir bara að hámarkshraðinn er of lár, en svo er spurning ef þeir hækka hraðann þarna í 80 hvort ökumenn keyri þá ekki bara gegnumsneitt á 100?
Á 147 km hraða á Hringbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spottinn frá Njarðargötu að Melatorgi er eflaust hugsaður sem aðlögun. Það er 50 km. hámarksraði þar og vestur eftir enda mikil umferð gangandi vegfarenda beggja vegna Hringbrautar og þrenn gönguljós sem eru í notkun nánast viðstöðulaust. Eftir að nýja Hringbrautin kom halda ökumenn áfram að keyra á miklum hraða, sumir langt yfir 100 á þessum hluta þar sem 50 km. hámarkshraði er. Undanfarið hafa orðið nokkur alvarleg umferðarslys og fjölmörg minni við gönguljósin. Þetta er einfaldlega skipulagsklúður. Þyrfti að setja þennan vestari hluta Hringbrautarinnar í stokk.
Þannig að þú sérð að það myndi ekki leysa nein vandamál að hækka hámarkshraðann þarna. Auk þess er það rétt hjá þér að þar sem hámarkshraði er hækkaður keyra ökumenn bara ennþá hraðar. Ótrúlega mikið til af heimsku fólki sem virðir ekki mannslíf. Því miður. Í Danmörku liggur fyrir tillaga um að leggja flugslys og umferðarslys að jöfnu hvað varðar alvarleika, enda deyja fleiri í umferðarslysum en flugslysum. Rannsókn og skaðabætur ættu að vera á sama skala hvort sem um er að ræða umferð í lofti á jörð eða sjó.
Sigga (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:26
"Rannsókn og skaðabætur ættu að vera á sama skala hvort sem um er að ræða umferð í lofti á jörð eða sjó."
Það er búið að hækka skalann varðandi slysabætur, verst að íslensku félögin verða bara feitari á þessu. Þetta er sko ekki að skila sér í hærri bótum fyrri tjónþola, Bara fleiri Milljarða í vasa tryggingarfélaganna....
Hook1 (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.