14.10.2008 | 18:32
Úr mínus í plús.
Var að spjalla við félaga minn í dag og hann sagði mér að hann hefði skellt sér á námskeiðið úr mínus í plús, jú jú sagði hann flott námskeið og margt sniðugt sem þarna kom framm og kæmi honum til góða í peningaóreyðuni hjá honum en að námskeiði loknu þegar að því kom að greiða fyrir þetta þá var fólkinu boðið uppá það að greiða með Visaraðgreiðslum fyrir þá sem ekki voru með handbært reiðufé.
Félaga mínum fannst þetta nú dálítið fyndið þar sem að á námskeiðinu var tekið framm að henda öllum kortum og ef hann endilega vildi halda í sitt ástkæra Vísakort að alls ekki kaupa neitt á raðgreiðslum þar sem vextir væru fokdýrir sem þeir eru.
Ég efast ekki um að þessi námskeið eiga fyllilega rétt á sér og eru stórsniðug fyrir þá sem á þeim þurfa að halda.
Ég sel þessi ummæli félaga míns ekki dýrari en ég keypti og alls ekki á Vísarað.
Athugasemdir
Hehe, hef séð þá auglýsa þetta...... Bara frábært......
Helga Dóra, 14.10.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.