Nagladekkin hættuleg heilsu fólks?

Mikil umræða hefur verið undanfarið um notkun nagladekkja, að þau skemmi malbik og mengi úr hófi framm.

Það má svosem vera að það rétt en skoðum málið aðeins betur, það er mikill saltaustur á götum höfuðborgarinnar, salttrukkarnir eru komnir af stað við fyrsta hanagal stundum fyrr.

Já það er skiljanlegt að fólk vilji hafa hálkulausar götur en oftast er þetta falskt öryggi því það er saltað við allar aðstæður meira að segja í kafsnjókomu þannig að það myndast mikill snjóbræðingur á götunum ekkert ósvipað og að keyra í kartöflumjöli.

Ég skrepp oft norður fyrir heiðar og þar snjóar nú mun meira en hér á höfuðborgarsvæðinu en saltausturinn er í algeru lágmarki þar og mér sýnist nú umferðin á Akureyri ganga nokkuð vel fyrir sig þrátt fyrir saltleysið.

Það væri alveg þess virði fyrir stjórnvöld þessa lands að niðurgreiða til almennings nagladekk og hætta með öllu að salta göturnar því það kemur ekkert í staðin fyrir nagladekki hvað varðar öryggi og grip bílsins. Öll þessi nýu dekk loftbólu harðkorna og hvað þetta heitir allt saman eru ekki sambærileg nagladekkjum.

Láta snjóinn vera á götunum þá hættir svifrykið sem er hvort sem er ekki nema örfáa daga á ári því það er alltaf rok hérna slit á malbiki snarminkar og öryggi í umferðini stóreykst, af hverju ekki að prufa þetta? vona að þið eigið góðan og slysalausan dag og alla daga í umferðini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband