21.1.2009 | 20:33
Skálmöld á Íslandi?
Jú það stefnir allt í brotlendingu í íslensku samfélagi. Ég kíkti niður á Austurvöll í gærkvöldi og þar var vægast sagt hrikalegt ástand, það var greinilega allt á suðupunkti, ég reyndar dáðist að stillingu lögreglunar hún er ekki öfundsverð í þessu ástandi sem nú er.
Margir segja þetta eru nú bara unglingarnir sem hafa sig mest í frammi, það má vel vera en það eru jú þeir sem erfa landið og við vitum nú lítið um ástandið heima fyrir hjá þeim sjálfsagt er atvinnuleysi hjá foreldrum margra þeirra.
Ákall þjóðarinnar er óhæf ríkisstjórn eða allavega stór hluti þjóðarinnar og ég er einn af þeim, nú er kominn tími á breytingu, leifa öðrum að komast að og gera það sem hægt er fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu, núverandi stjórn er svosem búinn að gera eitthvað en það er hvergi nærri nóg.
Það sem ég skil alls ekki eru þessir svimandi háu stýrivextir sem eru allt að drepa, getur það verið að samningurinn við Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn hljóði uppá þessa vexti? að það sé hreinlega ekki lengur í valdi Seðlabankans? úff það hljómar ekki vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.