Neita að trúa því að ökumaður bifreiðarinnar hafi gert þetta viljandi.

En ef svo reynist vera að ökumaður bifreiðarinnar hafi með ásetningi keyrt í veg fyrir bifhjólið tja þá myndi ég ekki vilja vera í sporum hans því það eru um 7 þús bifhjól skráð á landinu og ég er ansi hræddur um að það verði margir bifhjólamenn reiðir út í þennan ökumann bifreiðarinnar.
mbl.is Bifhjólaslys í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú bara alls ekkert óalgengt að ökumenn bifreiða svíni á bifhjól, það er erfiðara að meta hraðann á bifhjóli heldur en bíl og þess vegna gerist þetta svona oft. Auðvitað er til í því að bifhjól séu yfir löglegum hraða en það er jafnalgengt og með bíla þannig að það ætti ekki að koma á óvart.

Ég tók til dæmis bifhjólapróf fyrir nokkrum árum og í verklega prófinu vorum við 3 í röð á undan ökukennara og prófdómara. Ég var fyrstur af hópnum og lenti í því í verklegu prófi, vel undir leyfðum hámarkshraða að það var svínað á mig. Eins og ég segi þetta er ekkert nýtt og maður ætlar engum að gera þetta viljandi en þetta er bara dómgreindarleysi.

Það er kannski spurning um að næsta auglýsing frá umferðarstofu verði ekki "Ef þú sérð bifhjól, líttu tvisvar" heldur "Ef þú sérð bifhjól, bíddu eftir að það fer framhjá" hehehe.

Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:00

2 identicon

Auðvitað ætlar maður engum það að svína viljandi fyrir mótorhjólafólk en þó hefur maður heyrt suma bílstjóra tala þannig að þeim væri trúandi til þess.

Næsta auglýsing frá umferðarstofu ætti að vera "Ef þú sérð ekki bifhjól, líttu þá aftur!"

Burkni (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:26

3 identicon

Því miður þá er þetta stundum gert viljandi, ég sjálf hef ekki hjólað mikið en samt afrekað að lenda í mjög slæmu atviki sem munaði litlu að endaði illa, sá bílstjóri gat ekki hafa gert þetta óvart og var ansi greinilegt að svo var ekki. Veit ekki hvað manninum gekk til en öfund/minnimáttarkennd/heimska/illska dettur inní hausinn á mér.

Ég vona bara svo sannarlega að þetta atvik sem um ræðir í fréttinni hafi verið óviljaverk, trúi því að svo sé oftast þó þessir ömurlegu svörtu sauðir læðist alltaf inná milli.

Gullý (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband