30.9.2008 | 17:14
Er eitthvað hægt að gera?
Nú les ég daglega á mbl og vísir og hvað þeir heita allir þessir fjölmiðlar, ætlar ríkisstjórnin ekkert að gera í þessari kreppu? allar bloggsíður uppfullar af þessari umræðu eðlilega, fólkið í landinu er augljóslega óttaslegið um framtíðina.
Ég var að spjalla við gamlan mann um daginn sem hefur lifað nokkrar kreppur, hann brosti nú af öllu þessu krepputali hjá mér og sagði hvað ertu að væla maður þetta er ekkert miðað við kreppuna árið eitthvað fyrir guð má vita hvenær, hum já já sagði ég en þetta er samt ömurlegt ástand í landinu, jamm kannski sagði sá gamli en hvað á ríkisstjórnin að gera svosem? held að þetta sé eitthvað sem þeir háu herrar ráða ekki við sagði sá gamli og hellti sér meira kaffi í bollann.
Krónan veiktist um 5,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hehe...já kreppur hafa komið vegna uppskerubresta og stríðsástanda um aldir alda.
Í dag framleiða menn þær hins vegar í seðlabönkum með því að prenta peninga úr engu sem blása upp bólur sem óhjákvæmilega springa með kreppu í kjölfarið.
Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 17:41
Var gamli karlinn ekki sjálfstæðismaður?
Andrés.si, 1.10.2008 kl. 00:19
Hum jú kannski en hann vildi alls ekki gefa upp hvar hann er í pólitik, held að hann sé ekkert að velta sér upp úr því.
Guðjón Þór Þórarinsson, 1.10.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.