Hef grun .

Hef grun um að  þessi mótmæli eigi eftir að enda með stórum hvell, og ekki yrði ég hissa á því, fólk er orðið langþreytt á þessu bulli í okkar ríkisstjórn. Hvað á eiginlega að skipa margar nefndir í sambandi við oliuverðið áður en eitthvað verður gert?
mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Svíþjóð 61% álögur ríkis!

Þórður Helgi Þórðarson, 3.4.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ísland 46,4% álögur ríkis! sem eru einhverjar þær minnstu í Evrópu.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.4.2008 kl. 13:00

3 identicon

Í flest öllum, ef ekki öllum, löndum sem menn hafa verið að benda á til að sýna hvað við höfum það „gott“ með lítilli ríkisálagningu er til staðar hlutur sem heitir almenningssamgöngur! Því er ekki til að dreifa hér á landi.

Ef ég ætlaði að nýta mér almenningssamgöngur til að komast til vinnu tæki það mig 3-4 tíma á dag vs. 80-90 mínútur á bíl. Við skulum ekki einu sinni líta á kostnaðarhliðina, munar ekki mörgum þúsundköllum að bílinn sé ódýrari heldur en almenningssamgöngurnar. Og nei ég á ekki kost á að flytjast nær vinnustaðnum.

karl (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég er orðinn hálf reiður út í lögregluna að hafa ekki tekið hart á þessu í byrjun.

Úr fréttinni:

"Að sögn blaðamanns mbl.is sem er á staðnum eru bílstjórarnir ósáttir við að tíu lögregluþjónar gangi um og sekti þá fyrir brot á lögum og hafa þung orð fallið í garð lögreglunnar."

Hvað er að þessum mönnum? Hvaða rétt hafa þeir að brjóta lögin í þessu landi? Að sjálfsögðu á að sekta menn miskunnlaust fyrir að brjóta lög og taka af þeim bílprófið við síendurtekin umferðarlagabrot.

Ólafur Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 13:11

5 identicon

Ef menn ætla að bera saman álögur í Svíþjóð og á Íslandi þá skulu menn líka bera saman hve mikið af bílasköttunum fer í það sem þeir eiga raunverulega að fara í - vegina.  Hér væri enginn að kvarta ef þessir aurar færu í vegagerð en ekki að byggja sendiráð úti í heimi. 

Björninn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:11

6 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ertu nú alveg viss um það Björninn?

Eru þessir bílstjórar ekki aðallega að væla yfir þunga skatti og hvíldartímum sem Evrópusambandið stjórnar.

Nei leifum hetjunum að gera það sem þeir vilja, bara vonandi að það verði ekki dauðsfall vegna þess að sjúkrabíll kemst ekki leiðar sinnar vegna hetjanna.

Hvað segja þeir  þá ?

Fórnarkostnaður?

Þórður Helgi Þórðarson, 3.4.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Karl, það eru fínar almenningssamgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég er t.d. jafnvel fljótari í vinnunna með strætó heldur en á einkabíl (c.a. 15 mín). Auk þess kostar það aðeins brot af því sem að það kostar að reka einkabíl að nota þær.

Einkabíll: 700-800 þús. kr. á ári

Strætó: c.a. 50 þús. kr. á ári (ennþá ódýrara ef maður er nemi).

Munurinn er rúmlega 700 þúsund s.kv. Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. 

Ólafur Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 13:21

8 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Ég held að björninn hafi sjálfur átt að athuga málið, hér í noregi fer innan við 30% af sköttum á eldsneyti í vegi, og skattarnir eru 65% eins og í svíþjóð. ég veit að í svíþjóð er það sama og annarsstaðar ekki fara allir bensin skattar i vegi, en er ekki viss um hlutfallið svo eg segi ekkert um það.

Anton Þór Harðarson, 3.4.2008 kl. 13:21

9 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Olíugjaldið og bensíngjaldið fara óskert til vegagerðar.  Það er ótrúlegur misskilningur að enn sé til fólk sem heldur að kerfi sem var aflagt 1996 skuli enn vera við lýði.  Þessi gjöld eru lögbundinn tekjustofn Vegagerðarinnar.  Við þeim er ekki hreyft.  Virðisaukaskatturinn rennur aftur á móti eins af öllum öðrum vörum í ríkissjóð.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.4.2008 kl. 13:28

10 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Finnst engum skrýtið þegar álögur ríkisins á eldsneyti eru einna lægstar í evrópu hér á íslandi, er samt verðið einna hæst?´Eru ekki mómælin gegn röngum aðila, eru það ekki olíufélögin sem  gætu lækkað sína álagningu, gæti sem best trúað að þeir leggji áhveðna % tölu ofan á innkaupsverð þannig að, hærra innkaupsverð, vaxandi gróði. Kanski væri athugandi að skoða frekar þann kost að álagning olíufélagana verði föst krónutala eins og hjá ríkinu.

Anton Þór Harðarson, 3.4.2008 kl. 13:36

11 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Sleppum oliuverðinu aðeins umferðin ha hvað með hana? það tekur um klukkutíma að skreppa úr Hafnarf eða Garðabæ niðrí bæ svo dæmi séu tekinn fyrir um 5-6 árum síðan komst ég á hálftíma fram og til baka ef ég átti erindi í bæinn. Úff  þvílíkt rugl held við verðum að taka upp samgöngukerfi svipað og er í London, það er bara snilld það kerfi og var hannað í kringum1890  ef mig minnir rétt. Kostnaður vá stjarnfræðilegar upphæðir en þegar til langs tíma er litið þá held ég að þetta borgi sig.

Guðjón Þór Þórarinsson, 3.4.2008 kl. 13:57

12 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Í London þá er keyrt "öfugu" megin :)! Ég efast um að það sé vænlegt að taka aftur upp vinstri-umferð.

Ólafur Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 14:30

13 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Samgöngukerfi þá meina ég underground.

Guðjón Þór Þórarinsson, 3.4.2008 kl. 15:22

14 identicon

Það er alveg ótrúlegt að fyrstu alvöru mótmælin skuli vera kjarabara atvinnubílstjóra. Og að auki að þeir skuli fá slíkan stuðning sem reyndar virðist fara hraðminnkandi enda er þetta líka alveg fáránlegt. Ef þessir menn myndu líta í kringum sig þá gætu þeir nú örugglega fundið eitthvað sem er óréttlátara í heiminum heldur en olíuverðið. Ég get nefnt sem dæmi um eitthvað sem væri frekar þess virði að berjast fyrir t.d. lægstu laun, laun leikskólakennara eða mannsal. En olíuverð sem er sambærilegt og annarsstaðar í evrópu, þetta er náttúrulega bara fáránlegt. Þeir geta bara hækkað taxtana sína þessa menn og látið markaðinn sjá um þetta.

SÓ (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:12

15 identicon

Ég er bíltjóri og lángar að spirja á ég að berjast fyrir réttindum verkfræðinga, nei ég berst fyrir mínum rétti og er stoltur af því.

En jú við getum sosem hent þessu út í verð lagið og hækað okkar gjöld um 40 til 50 % en það myndi bara ekki gera nokrum manni gott því hvað skeður ef flutningskostnaður hækkar?

jú vörur hækka einig og hvað helduru að lægstu laun hækki við það ó nei það þíðir bara að einstæða móðirin í breiðholtinu hefur bara minna á milli handana og á erfiðara með að borga af íbúðini sem hún bír í, verð á mat er tekið inní verðbólgu og haldið þið að verðbólgan minnki eithvað við að verð á mat hækki?

svo er það vegagerðinn ekki er hún að hjálpa við að minka eiðsluna á þessum bílum með sínum beigjum og hlikjum um allar trissur hvað hafa þeir á mótti beinum kafla. Hvernig værri þá að vegagerðinn færi að vinna vinnuna sína? nefnið mér eithvað verk sem ekki hefur farið fram úr kostnaðar áætlun og afhverju er verið að setja hluti í útboð áður en það er búið að fullhanna hlutinna svo þarf að vera að hanna á meðan hlutirninr eru í vinslu og stoppa verk vegna þess og borga bið laun fyrir vélar og tæki.

Jón Heiðar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 19:30

16 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Guðjón Þór Þórarinsson, 3.4.2008 kl. 19:32

17 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Já laukrétt hjá þér Jón Heiðar, beinir kaflar í vegagerð? ooo fuss og svei, vinur minn bír á Völlunum í Hafnarfirði ég í Garðabæ ok ég þarf að aka í gegnum 8 hringtorg til að komast til hans, þegar ég loksins kemst á leiðarenda( það er nú ekki langt inn til Hafnarfj frá Garðab) þá þarf ég smá stund til að jafna svimann eftir allt bröltið í hringtorgunum, vá þurfa þau að vera svona mörg ok ég viðurkenni það að það eru ansi mörg vegamót á þessari leið en andsk hafi það 8 torg.

Guðjón Þór Þórarinsson, 3.4.2008 kl. 19:38

18 identicon

hringtorg eru bara mjög góð leið til þess að greiða úr flækjum, og það er staðreynd. gott dæmi með það eru torgin á leið frá mosó í rvk. áður en þau komu þá var öll umferð stopp en nú líður hún áfram.

 og hvaða rök eru fyrir því hjá þér Jón Heiðar að þið mynduð hækka vinnuna um 40-50% ekki hefu olían hækkað svo mikið og varla er olían eini kostnaðarliðurinn af starfseminni. djöfull getið þið verið þverir.

 þið eruð að borga 41. kr í olíugjöld eins og allir aðrir, síðan vsk eins og aðrir nema að þið fáið hann til baka með því að leggja hann á útseldu vinnuna ykkar en það fær hinn almenni borgari ekki.

hagsmunir allra??? meira svona hagsmunir ykkra til að gróðinn verði meiri og þið getið hugsanlega borgað 50% af afborgunum af þessum plastkoppa bílum sem kosta 20millur og eru á 90% láni.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband