Færsluflokkur: Dægurmál
4.6.2009 | 23:56
Taugatitringur.
Samstarf við AGS ekki í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 08:22
Dabbi kallinn farinn.
Davíð kallaður bankaræningi" í hollensku blaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 09:58
Davíð kallinn.
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 20:33
Skálmöld á Íslandi?
Jú það stefnir allt í brotlendingu í íslensku samfélagi. Ég kíkti niður á Austurvöll í gærkvöldi og þar var vægast sagt hrikalegt ástand, það var greinilega allt á suðupunkti, ég reyndar dáðist að stillingu lögreglunar hún er ekki öfundsverð í þessu ástandi sem nú er.
Margir segja þetta eru nú bara unglingarnir sem hafa sig mest í frammi, það má vel vera en það eru jú þeir sem erfa landið og við vitum nú lítið um ástandið heima fyrir hjá þeim sjálfsagt er atvinnuleysi hjá foreldrum margra þeirra.
Ákall þjóðarinnar er óhæf ríkisstjórn eða allavega stór hluti þjóðarinnar og ég er einn af þeim, nú er kominn tími á breytingu, leifa öðrum að komast að og gera það sem hægt er fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu, núverandi stjórn er svosem búinn að gera eitthvað en það er hvergi nærri nóg.
Það sem ég skil alls ekki eru þessir svimandi háu stýrivextir sem eru allt að drepa, getur það verið að samningurinn við Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn hljóði uppá þessa vexti? að það sé hreinlega ekki lengur í valdi Seðlabankans? úff það hljómar ekki vel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 10:44
Landflótti.
Ég þekki 5 sem eru atvinnulausir, það er skelfilega há tala og 3 þeirra eru að hugleiða að fara af landi brott. Stjórnvöld segja fólkinu í landinu að þeir séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hlúa að almenningi og fyrirtækjum.
Ég sé ekki breytingu og það sem vekur furðu mína af hverju stýrivextir eru ekki lækkaðir það eru jú þeir sem eru að knésetja fyrirtækin, ég skora á Davíð og félaga í Seðlabankanum að LÆKKA vextina það myndi laga ástandið heilmikið en á meðan ekkert er gert þá fyllist fólk vonleysi og endar með að fara af landi brott.
Aukinn útflutningur á búslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 20:19
Þetta verður sennilega brandari nýa ársins.
25 milljarða króna greiðsla týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 07:16
Nagladekkin hættuleg heilsu fólks?
Mikil umræða hefur verið undanfarið um notkun nagladekkja, að þau skemmi malbik og mengi úr hófi framm.
Það má svosem vera að það rétt en skoðum málið aðeins betur, það er mikill saltaustur á götum höfuðborgarinnar, salttrukkarnir eru komnir af stað við fyrsta hanagal stundum fyrr.
Já það er skiljanlegt að fólk vilji hafa hálkulausar götur en oftast er þetta falskt öryggi því það er saltað við allar aðstæður meira að segja í kafsnjókomu þannig að það myndast mikill snjóbræðingur á götunum ekkert ósvipað og að keyra í kartöflumjöli.
Ég skrepp oft norður fyrir heiðar og þar snjóar nú mun meira en hér á höfuðborgarsvæðinu en saltausturinn er í algeru lágmarki þar og mér sýnist nú umferðin á Akureyri ganga nokkuð vel fyrir sig þrátt fyrir saltleysið.
Það væri alveg þess virði fyrir stjórnvöld þessa lands að niðurgreiða til almennings nagladekk og hætta með öllu að salta göturnar því það kemur ekkert í staðin fyrir nagladekki hvað varðar öryggi og grip bílsins. Öll þessi nýu dekk loftbólu harðkorna og hvað þetta heitir allt saman eru ekki sambærileg nagladekkjum.
Láta snjóinn vera á götunum þá hættir svifrykið sem er hvort sem er ekki nema örfáa daga á ári því það er alltaf rok hérna slit á malbiki snarminkar og öryggi í umferðini stóreykst, af hverju ekki að prufa þetta? vona að þið eigið góðan og slysalausan dag og alla daga í umferðini.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2008 | 10:21
Alveg er þetta magnað.
Þessi skírsla ifs, ef fasteignamarkaðurinn lækkar úr því sem hann er í dag fer allt í vitleysu, af hverju? jú tökum dæmi ég gerði tilboð í hús tilboðið hljóðaði uppá þessi makaskypti fyndnasta orð sem ég hef heyrt, jæja allavega þetta áttu að vera slétt skypti klippt og skorið en nei nei sagði bankinn við eiganda hússins sem ég ætlaði að kaupa þú getur ekki flutt veðið yfir þar sem að lánin af húsinu er of há.
Hum sem sagt ég get flutt mín yfir þar sem að ég er gamalt lán með "lágum" vöxtum en eigandi hússins sem ég gerði tilboðið í er með þessi frægu myntlán sem notabenið bankinn ráðlagði honum að taka á sínum tíma, það skal tekið framm að þetta eru hús í svipuðum verðflokki.
Síðan klikkir bankinn út með því að spyrja eiganda hússins sem ég gerði tilboð í hvort ég geti bara ekki tekið á mig það sem uppá vantar, ja sei sei þeir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir blessaðir bankarnir, blessuð sé minning þeirra eða þannig.
25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 10:26
Mótmælin á Austurvelli.
Ég undraðist þegar ég sá fréttir um mótmælin í gær, lögreglan að hörfa undan liðinu, hum ég gat nú ekki séð það það urðu smá stympingar á milli fáeina aðila og lögreglu þegar gaurinn á þakinu á Alþingishúsinu var að reyna komast niður.
Mér fannst lögreglan sína ótrúlega yfirvegun miðað við aðstæður, við félagarnir spjölluðum við Geir Jón og ekki var nú æsingurinn í honum né hans mönnum, nú hvað varðar eggjakastið á Alþingishúsið eins og Geir Jón komst svo skemmtilega að orði við einn fréttamannin, ef fólk finnur þörf fyrir að kasta eggjum og fær útrás við það þá gerir fólk það bara.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 10:10
Hann Davíð okkar Oddsson er ágætis rithöfundur.
Og ég held að hann ætti núna að leyfa öðrum að spreyta sig á stjórnun Seðlabanka Íslands og segja starfi sínu lausu og snúa sér að skrifum skáldsagna því ástandið í þjóðfélagi voru er hvort eð er eins og í bestu skáldsögu.
Ég er ekki að kenna Davíð alfarið um hvernig komið er fyrir okkur alls ekki það koma miklu fleiri þarna að söguni góðu slæmu en mér finnst kominn tími á að skipta um kallinn í brúnni, mér finnst líka Davíð vera dálítið þreytulegur þegar ég sé hann í viðtölum þannig að nú er málið að fá nýa áhöfn í brúnna ÓÞREYTTA og sjá hvernig það gengur ástandið getur varla versnað mikið meira þarna í bankanum.
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)